Búskapur og saga

Elliðahvammur á sér nú orðið ansi langa sögu. Fyrsta íbúðarhúsið var byggt sem sumarhús af símamönnum árið 1931. Steini og Alísa (28 júlí 1944 – 27 desember 2010) eignast síðan Elliðahvamm árið 1963 og má segja að búskapur haf hafist með lítilli eggjaframeliðslu uppúr 1965. Fyrst um sinn var búskapurinn alfarið eggja og kjúklingaframleiðsla sem bæði uxu í þá mynd sem hún er í dag en Elliðahvammur starfar nú sem miðlungsstórt eggja og kjúklingabú. Margt annað hefur bæst við starfsemi Elliðahvamms má þar helst nefna skógrækt sem hófst með mikklum krafti uppúr 1990. Skógræktin setti mikin svip á lóðina og með góðu skipulagi hefur tekist að gera umhverfið einstaklega fallegt. Býflugnarækt hófst í Elliðahvammi árið 2006 fyrst til reynslu í litlu magni. Nokkur vandamál komu upp þar sem að býflugnarækt á íslandi er frekar ný af nálinni og reynslan af slíkum búskap var lítil á þessum tíma.  Seinustu ár hefur býflugnarækt hinsvegar gengið ágætlega en uppskeran sveiflast eftir tíðarfari. Bændagisting var starfrækt um tíma í Elliðahvammi frá 1996 en hefur núna lagst af að mestu leyti.